Karfan er tóm.
Seinni leikurinn fór svo fram í gær og líkt og í fyrri leiknum voru það Bjarnarmenn sem fóru betur af stað og vorum við í einhvers konar eltingaleik alveg fram í þriðju lotu. Fyrsta mark Bjarnarins kom snemma leiks en Jón Gísla jafnaði leikinn fyrir lok lotunnar. Í 2. lotu skoruðu gestirnir tvö mörk og komust í 3 - 1, en Rúnar Freyr Rúnarsson minnkaði muninn eftir sendingu frá Andra Sverrissyni og því stóðu leikar 3 - 2 Birninum í vil í upphafi 3. lotu.
Í 3. lotu var það SA sem stjórnaði leiknum og vann lotuna 5 - 1 og tryggði sér sætan 7 - 4 sigur. Jón Gíslason jafnaði leikinn fljótlega í upphafi lotunnar og þá var ekki aftur snúið, Stefán Hrafnsson bætti við tveimur fallegum mörkum, Ingvar Þór Jónsson einu og svo skoraði Rúnar Freyr í tómt markið á síðustu sekúndunum og innsiglaði öruggan sigur.
Staðan er þá orðin 1 - 1 og spennan í hámarki.