Karfan er tóm.
Jólin eru skemmtilegasti tími ársins hjá Skautafélaginu þar sem margt er um manninn og mikið um að vera alla daga. Komandi helgi verður heldur betur viðburðarík hjá Skautafélaginu en á sunnudag verður haldið Jólaball frá kl 13-16 og kl 17 hefst svo jólasýning meistaranna hjá Listhlaupadeild.
Jólaballið hefst kl 13.00 þar sem jólasveinninn hefur vanið komur sínar í Skautahöllina á þessum degi og mætir væntanlega um kl 13. Upp úr kl 14 verður gert stutt hlé og stelpurnar í Lishlaupadeild sýna stutt atriði úr jólasýningunni sem haldin verður síðar um daginn. Jólaballið heldur svo áfram til kl 16 þar sem skautað verður í kringum jólatréð undir fögrum jólatónum.
Jólasýning meistaranna hefst svo kl 17.00 en það verður mikið sjónarspil eins og áður enda hafa stúlkurnar æft atriðin sleitulaust allann desember mánuð. Það kostar 1500 kr fyrir fullorðna inná sýninguna en börn undir 12 ára aldri greiða 500 krónur en fá frítt inn í fylgd með foreldrum. Verið velkomin í Skautahöllina um helgina og fangið jólaandann með okkur.