Leikir kvöldsins

B riðilinn galopinn. Fjögur lið í B riðli geta endað með 4 stig eftir kvöldið.

í A riðli eigast við Garpar og Mammútar en þessi lið berjast um efsta sætið í riðlinum en það lið sem vinnur verður eitt í efsta sæti B riðils eftir kvöldið. Pálmi group getur náð fjórum stigum með sigri á Riddurum í kvöld og eiga því möguleika á að ná öðru sæti riðilsins ef Garpar tapa leiknum í kvöld og Pálmi group vinnur Garpa í siðasta leik undanúrslita. Mikil spenna er í B riðlinum þar sem fjögur lið geta endað með fjögur stig eftir kvöldið. Til þess að það gerist þurfa Skyttur að vinna Fífur og Bragðarefir að vinna Víkinga. Sigri Víkingar sinn leik verða þeir efstir í B riðli eftir leiki kvöldsins með 6 stig og búnir með sína leiki en Svartagengið og Skyttur geta náð Víkingum með 6 stig en bara annað liðið þar sem þau leika saman í síðustu umferð og Svartagengið hvílir í kvöld. Vinni Bragðarefir Víkinga í kvöld geta þeir náð 6 stigum með sigri á Fífum í síðustu umferðinni og geta unnið riðilinn að því gefnu að Skyttur vinni Svartagengið í síðustu umferðinni. En sjáum hvað gerist í leikjum kvöldsins, þetta er ekki búið fyrr en það er búið.  Leikir kvöldsins:

Braut 2Braut 3Braut 4Braut 5
Skyttur MammútarBragðarefir Pálmi group
FífurGarparVíkingarRiddarar
ísumsjón
RiddararMammútarBragðarefirPálmi Group