Mammútar KEA hótel deildarmeistarar 2009.

Mammútar KEA hótel deildarmeistar
Mammútar KEA hótel deildarmeistar

Mammútar héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld með sigri á Görpum í úrslitaleiknum.

Mammútar sigruðu alla leiki sína í deildarkeppninni og enduðu með 14 stig. Garpar komu næstir með 10 stig og Üllevål í þriðja sæti með sex stig eftir frækinn sigur á Víkingum. Víkingar, Fífur og Skyttur enduðu einnig með sex stig en úrslit úr innbyrðis viðureignum réð röð liðanna. Það var ekki fyrr en síðasti steinninn stoppaði í kvöld að ljóst var hvaða lið færu í úrslitakeppnina. Þetta var í leik Víkinga og Üllevål en þessi lið þurftu aukaumferð til að skera úr um sigurinn. Fífurnar biðu spenntar eftir úrslitum í leik Víkinga og Üllevål því með sigri Víkinga hefðu Fífur farið í úrslitin. En leikir kvöldsins:

Riddarar og Skyttur áttust við á braut tvö og byrjuðu riddarar með að ná einum í fyrstu umferð. Síðan tóku Skyttur öll völd og unnu allar næstu umferðirnar 1 - 2 - 3 - 2 og 1 og leikinn samtals 9 - 1.

Svartagengið og Fífur spiluðu á braut þrjú þar en bæði liðin höfðu möguleika á að komast í úrslitakeppnina með sigri. Svarta byrjaði á 1 og Fífur svara með 2 í annari umferð og Svarta svara með 2 og staðan 3 - 2. Þá kom 1 hjá Fífum og 1 hjá Svarta í næstu umferðum og staðan 4 - 3 fyrir Svartagengi fyrir síðustu umferð. Fífur tóku 2 steina í síðustu umferð og sigruðu leikinn 5 - 4. en þurftu svo að bíða eftir úrslitum úr leik Víkinga og Üllevå til að sjá hvort þessi sigur dygði þeim til að komast í úrslitin.

Garpar og Mammútar spiluðu hreinan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn. Fyrsta umferðin var jöfn þar sem ekki var hægt að greina á milli tveggja stein hvor var nær og því samþykktu liðsstjórar að umferðin væri 0 steinar. Mammútar skoruðu 3 steina í annari umferð þar sem steinn Garpa sem átti að stoppa inni í hring rann í gegn og út. Garpar skora síðan 1 og 1 í næstu umferðum og minnka muninn ó 3 - 2. þá kom 1 frá Mammútum og staðan orðin 4 - 2 fyrir síðustu umferð. Mammútar náðu þar að halda 1 stein út umferðina og sigra leikinn 5 - 2.

Leikur Üllevål og Víkinga var æsispennandi en Víkingar byrjuðu á að skora 2 í fyrstu umferð en Üllevål skoraði 1 og 3 í næstu umferðum og komust í 4 - 2. Víkingar náðu 1 í fjórðu og Üllevål náði 1 í fimmtu og staðan 5 - 3 fyrir Üllevål. Víkingar náðu að skora 2 í síðustu umferð og jafna í 5 - 5 og þurfti því aukaumferð. Víkingar áttu fjóra steina sem töldu fyrir síðasta stein Ülleval og Andri setti steininn beint á innsta stein Víkinga og Üllevål sigraði leikinn 6 - 5 og tryggðu sér þriðja sætið í deildarkeppninni og þátttöku í úrslitakeppninni um næstu helgi.  Úrslitablaðið HÉR