Maraþon upplýsingar

Komið þið heil og sæl, nú fer að líða að sólarhrings maraþoninu okkar. Mæting er á laugardaginn kl:16:30, en 5.hópur er fyrstur á ísinn og þarf því að vera sérstaklega tímanlega. Aðrir byrja ca. kl: 17:00. Allir þurfa að koma sér fyrir í merkta klefa, Allý verður framkvæmdarstjóri á staðnum :-) Lesið nánar hér:
Allir þurfa að hafa með sér:
  • skautaútbúnað (skauta, föt, íþróttaskó, vatnsbrúsa, vettlinga o.s.frv.)
  • dýnu
  • svefnpoka og kodda
  • teppi
  • hlý föt
  • spil eða aðra afþreyingu til að stytta sér stundir með
  • tannbursta
  • hollt og gott nesti - ekki nammi (þetta er langur tími hafið nóg af nesti með)
  • og auðvitað góða skapið :-)
Hægt er að komast í samlokugrill á staðnum. Vonandi geta flestir foreldrar skráð sig á vaktir á laugardaginn þegar þau koma með börnin eða fengið upplýsingar hjá Allý (allyha@simnet.is) um það hvenær börnin þeirra eru á ísnum. Það þarf a.m.k. 3-4 fullorðna á hverri vakt til þess að passa upp á að svellið tæmist aldrei. Skila á áheitablöðum til Allýar í síðasta lagi á laguardaginn.  
  
Á sunnudag stendur til að grilla Goða pylsur handa öllum áður en haldið er heim á leið.
  
Góða skemmtun
kv.
Stjórnin