Karfan er tóm.
Þá er keppni í listhlaupi á skautum komin i fullan gang á Reykjavíkurleikunum 2016. Mótið hófst með keppni í stúlknaflokki A, en þar eigum við 3 keppendur, þær Aldísi Köru, Ásdísi Örnu og Mörtu Maríu. Marta María skilaði mjög flottu prógrammi og stendur hún fyrst eftir stutta með 30,76 stig. Það er mjög nálægt hennar besta skori, sem hún náði í Innsbruck fyrir stuttu. Ásdís Arna stendur þriðja með 25,86 stig, en það er hennar besta skor í stutta til þessa. Aldís Kara stendur fimmta eftir stutta með 24,08 stig. Þess má geta að 5 erlendir keppendur taka þátt í keppni í þessum flokki. Hægt er að skoða gengi á ISU hluta mótsins hér. Stelpurnar halda svo áfram keppni í dag með frjálsa prógrammið.
Interclub hluta Reykjavíkurleikanna lauk í gær. Þar áttum við að eiga 4 keppendur, en því miður urðu Rebekka Rós og Ísold Fönn að draga sig úr keppni vegna seinkunnar á flugi sem þær voru að koma með frá Osló, en þær voru á heimleið eftir mótið í Serbíu.
Eva Björg stóð sig mjög vel í Stúlknaflokki B. Hún sigraði flokkinn með 31,92 stig og Freydís Jóna Jing sigraði sinn flokk 8 ára og yngri A með 24,21 stig. Hægt er að skoða gengi á interclub hluta Reykjavíkurleikanna hér.
Í dag hefst svo keppni í unglingaflokki A, en þar eigum við tvo keppendur þær Emilíu Rós og Elísabet Ingibjörgu (Guggu). Það eru 19 keppendur í unglingaflokki og þar af eru 11 erlendir keppendur.
Við óskum stelpunum öllum góðs gengis í dag og þeim sem hafa lokið keppni óskum við til hamingju með flottan árangur.