Síðasti meistaraflokksleikur ársins verður spilaður á Akureyri þann 27. desember. Þar munu eigast við Akureyskir Víkingar og lið Bjarnarins. SRingar eru efstir með 19 stig eftir 10 leiki en SA og Björninn hafa spilað 9 leiki hvor og eru með 17 og 6 stig svo að með sigri í þessum leik myndi SA sigla inn í nýtt ár á toppi deildarinnar (o: Liðin hafa spilað 4 sinnum hvort gegn öðru í vetur og hafa SAmenn alltaf haft betur en Bjarnarmönnum hefur tvívegis tekist að leggja SRinga svo allt getur gerst og víst að það verður mikil barátta og spenna og hægt að lofa hörkuleik sem enginn hokkíunnandi ætti að láta framhjá sér fara ÁFRAM SA ..........