Karfan er tóm.
Á morgun hefst NIAC (Northern Iceland Adventure Cup) kvennamótið hér í Skautahöllinni á Akureyri. Á mótinu keppa tvö lið sem búin voru til sérstaklega út af þessu móti, auk landsliðsins og breska liðsins Slough Phantoms en þetta er í fyrsta skiptið sem hingað kemur breskt hokkílið. Íslensku liðin tvö eru sett saman úr landsliðsleikmönnum auk nokkurra annarra til, og eru kennd annars vegar við blátt og hins vegar við hvítt.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Mánudagur kl. 17:30 Blátt vs Hvítt
Þriðjudagur kl. 19:15 Blátt vs Slough
Miðvikudagur kl. 11:00 Hvítt vs Slough
Fimmtudagur kl. 11:00 Ísland vs Slough
Föstudagur kl. 17:30 Ísland vs Slough
Þetta er í annað skiptið sem mótið er haldið hér á Akureyri en í fyrra komu tvö lið, annað frá Svíþjóð og hitt frá Danmörku. Þetta er skemmtileg viðbót við leikjaskrá vetrarins og ómetanleg reynsla fyrir okkar leikmenn að fá að spreyta sig gegn erlendum liðum hér á heimavelli.
Slough Phantoms spilar í efstu deild í Bretlandi og er um þessar mundir í efsta sæti deildarinnar, og verða því að teljst verðugir andstæðingar íslenska landsliðsins.