Karfan er tóm.
Ekki of seint að skrá sig og hefja keppni núna þótt mótið sé hafið.
Nýtt mót hófst miðvikudagskvöldið 1. febrúar og verður haldið áfram í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. febrúar. Mótið er með frjálslegu sniði, þrír leikmenn spila í hverju liði hverju sinni, aðeins sex steinar eru notaðir. Þetta er gert til að auðvelda mætingu og stytta leiktímann.
Liðin sem þegar hafa skráð sig og mætt til keppni:
A: Björn Sigmundsson, Jón G. Rögnvaldsson
B: Heiðdís Björk Karlsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Svanfríður Sigurðardóttir
C: Árni Grétar Árnason, Davíð Valsson, Hallgrímur Valsson, Kristján Þorkelsson
D: Haraldur Ingólfsson, Kristján Bjarnason, Rúnar Steingrímsson
Í fyrstu umferð urðu úrslit þessi:
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | X | Ú | |
A | 1 | 1 | 1 | 2 | 5 | |||
D | 1 | 3 | 4 |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | X | Ú | |
B | 1 | 1 | ||||||
C | 1 | 3 | 1 | 1 | 1 | 7 |
Eins og áður hefur komið fram verður leikjadagskráin nokkuð sveigjanleg, eftir mætingu hverju sinni. Það er því allt í lagi fyrir
það krullufólk sem ekki mætti fyrsta kvöldið og/eða er ekki tilbúið með fullt lið, að mæta í kvöld og hefja
þátttöku í mótinu.