Öruggur sigur Jötna á Húnum

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (20.11.2012)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (20.11.2012)


Jötnar sigruðu Húna örugglega í leik liðanna í Skautahöllinni í gærkvöldi. Lokatölur: 10-2. Fyrsta markið skorað áður en áhorfendur náðu að depla auga.

Þeir örfáu áhorfendur sem lögðu leið sína í Skautahöllina á Akureyri í gær voru varla byrjaðir að fylgjast með leiknum, mjög líklega ekki búnir að depla auga, sumir jafnvel enn að fá sér kaffi eða rétt ókomnir, þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var á ferðinni Sigurður Reynisson fyrir Jötna, eftir aðeins 25 sekúndna leik með stoðsendingu frá Andra Má Mikaelssyni og Jóhanni Má Leifssyni.

Mark í fyrstu sókn gaf reyndar fyrirheit um það sem koma skyldi því Jötnar höfðu yfirburði frá upphafi, virkuðu sprækir og spiluðu vel mestallan leikinn. Jötnar bættu jafnt og þétt í markaskorunina eftir því sem leið á leikinn. Þeir skoruðu tvö í fyrsta leikhluta, þrjú í örðum og svo sjö í þeim þriðja, en Húnar náðu ekki að svara fyrr en í stöðunni 7-0 og svo aftur á lokamínútunni þegar staðan var orðinn 10-1.

Jötnar höfðu yfirburði í leiknum, kannski var þetta ekki leikur kattarins að músinni - frekar leikur Jötna að Húnum. 

Með sigrinum fóru Jötnar upp í 15 stig, hafa unnið fimm leiki en tapað fjórum. Þeir eru stigi á undan Húnum, en hafa leikið einum leik meira. Næsti leikur Jötna verður gegn Fálkum í Skautahöllinni í Laugardal föstudaginn 21. desember.

Mörk/stoðsendingar

Jötnar
Jóhann Már Leifsson 2/3
Sigurður Reynisson 2/1
Andri Már Mikaelsson 2/1
Lars Foder 2/1
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Pétur Sigurðsson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/3
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Sæmundur Leifsson 0/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1
Refsingar: 16 mínútur

Húnar
David MacIsaac 1/1
Matthías Skjöldur Sigurðsson 1/0
Falur Guðnason 0/2
Refsingar: 10 mínútur