SA Ásynjur Íslandsmeistarar 2015!

Birna í leiknum (mynd: Elvar Pálsson)
Birna í leiknum (mynd: Elvar Pálsson)

SA Ásynjur sigruðu Björninn í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Íslandsmóti kvenna sem fram fór í Egilshöll í kvöld og tryggðu sé þar með Íslandsmeistaratitilinn. Lokatölur 4-1 en þetta var um leið 14. Íslandsmeistaratitill SA í kvennaflokki.

Ásynjur sigruðu9-1 í fyrri leik liðanna sem fram fór á Akureyri en Björninn tefldi fram sterkara liði í kvöld frá fyrri leiknum. Fyrsta mark leiksins skoraði Silvía Björgvinsdóttir eftir undirbúning Guðrúnar Blöndal en markið kom rétt undir lok fyrstu lotu. Björninn jafnaði metin í þeirri annarri með marki frá Flosrúni Jóhanesdóttur og mikil spenna var fyrir síðustu lotuna. Þegar 6 mínútur lifðu leiks náðu Ásynjur loksins að brjóta ísinn eftir mikla sókn en þá skoraði Jónína Guðbjartsdóttir eftir stoðsendingu Evu Maríu Karveldsóttur. Aðeins 30 sekúndum síðar skoraði Sunna Björgvinsdóttir þriðja mark Ásynja og Silvía Björgvinsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark leiksins hálfri mínútu fyrir leikslok. 

Sanngjarn sigur Ásynja sem hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í vetur en þær fóru taplausar í gegnum allt tímabilið. Leikurinn var ekki sýndur í beinni hvorki á neti né í sjónvarpi en atvikalýsingu af vef Íshokkísambandsins má finna hér.

Ásynjur Íslandsmeistarar 2015