SA hefur leik í Hertz-deild kvenna á laugardag

Hertz-deild kvenna hefst nú um helgina þegar SA tekur á móti SR. Mikil spenna ríkir fyrir upphafi deildarinnar í vetur en bæði Fjölnir og SR hafa stofnað sín eigin kvennalið og verður því leikið í þriggja liða deild. Leikurinn á laugardag hefst kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri og það er frítt inn á leikinn.

SA liðið hefur styrkt sig í sumar og bætt við sig fimm leikmönnum. Þær Ragnhildur Kjartandsdóttir, Saga Margrét Blöndal Sigurðardóttir og Diljá Björgvinsdóttir snúa allar heim eftir að spilað með liðum í Svíþjóð á síðasta tímabili. Þá koma þær Védís Valdimarsdóttir og Alda Ólína Arnarsdóttir aftur til SA frá Reykjavík. Það verður þó söknuður af þeim Söruh Smiley sem mögulega hefur lagt skautanna á hilluna og Berglindi Leifsdóttir sem spilar með Troja/Ljungby í vetur. 

Við hvetjum fólk til þess að mæta á leikinn á laugardag. Fjöldatakmörk miðast við 200 fullorðna og við biðjum fólk um að virða fjarlægðarmörk.