SA Íslandsmeistarar kvenna 2021

SA Íslandsmeistarar 2021 (mynd: Þórir Tryggva)
SA Íslandsmeistarar 2021 (mynd: Þórir Tryggva)

SA stúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í gærkvöld þegar þær lögðu Fjölni í oddaleik  úrslitakeppninnar - lokatölur 5-0. Leikurinn var æsispennandi og þrátt fyrir lokatölur benda til annars þá áttu bæði lið frábæran leik og fer í sögubærnar sem einn af mest spennandi úrslitaleikjum í sögu kvennaíshokkís á Íslandi.

Leikurinn í gærkvöld var frábær skemmtun og mikil spenna frá fyrstu mínútu leiks. Jafnræði var með liðunum framan af leik og mátti gæta ákveðnar varkárni þar sem liðin forðuðust að gera mistök enda mikið undir. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki í fyrstu lotu þar sem lítið mátti útaf bregða og ljóst að fyrsta markið í svona leik gæti hreinlega ráðið úrslitum. Fyrsta lotan var markalaus en bæði lið áttu sínar sóknarlotur. Í annarri lotunni náðu SA stúlkur betra valdi á leiknum en Fjölnir náðu vel að halda SA frá hættusvæðum. Um miðja fyrstu lotu náðu SA góðri skyndisókn þar sem María Eiríksdóttir fann Jónínu Guðbjartsdóttir á leið sinni á markið og Jónína braut ísinn í leiknum með frábæru skoti og kom SA stúlkum í 1-0. Markið gaf SA liðinu augljóslega mikinn kraft og liðið fór að ná lengri sóknarlotum en Andrea Jóhannesdóttir í marki Fjölniss stóð vaktina vel og varði allt sem kom á markið. Á 37 mínútu leiksins fékk Saga Sigurðardóttir pökkinn á bláu línunni og hamraði pökkinn þaðan í netið og kom SA í 2-0 og þannig stóð leikurinn fyrir síðustu lotuna. SA fékk svo draumabyrjun á þriðju lotunni þegar Saga skoraði aftur með glæsilegu skoti í yfirtölu af slánni og inn og koma SA í þægilega stöðu. Fjölnisstúlkur gáfust þó ekki upp og tóku leikhlé og réðu sínum ráðum en í kjölfarið komust þær í tvígang inn fyrir vörn SA en Birta stóð vaktinga vel í marki SA og hélt Fjölni frá því að skora. SA náði að lokum að hægja á leiknum og sigldu sigrinum heim og bættu við tveimur mörkum í leiðinni frá þeim Arndísi Sigurðardóttur og Kolbrúni Garðarsdóttur.

SA stúlkur eru vel að titilinum komnar enda fór liðið taplaust í gegnum deildarkeppnina og sigraði svo úrslitakeppnina 2-1.