SA-stúlkur deildarmeistarar

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Hertz-deild kvenna lauk í kvöld, sunnudagskvöld, þegar SA stúlkur tóku á móti liði Reykjavíkur. Þær höfðu töglin og hagldirnar í leiknum sem endaði með öruggum 8:2 fyrir SA, og fengu þær deildarbikarinn afhentan í lok leiks. 

SA sótti nánast stanslaust í fyrstu lotu en það var þó ekki fyrr en eftir rúmar 13 mínútur sem fyrsta markið kom. Ragga skoraði þá glæislegt mark eftir góðan undirbúning frá Söruh og Kolbrúnu. Stuttu síðar laumaði Sarah sér með pökkinn bakvið mark Reykjavíkur og gaf á Hilmu sem setti pökkinn snyrtilega inn. Teresa átti líka stoðsendingu og markið var skorað þegar þær voru einni fleiri. Þriðja mark leiksins kom svo þegar um ein og hálf mínúta var til loka lotunnar þegar Gunnborg skoraði með stoðsendingu frá Söruh. Staðan í fyrra leikhléi var því 3:0.

Önnur lota var hvergi nærri eins góð og náðu Reykjavíkurstúlkur minnka muninn um miðja lotuna. Birta náði að slæma kylfunni í pökkinn en náði ekki að loka og hann fór samt inn. Þá rankaði heimaliðið við sér og skoraði þrjú góð mörk. Fyrst var það Teresa sem rak endahnútinn á mikið þóf fyrir framan mark anstæðinganna, stoðsendingu áttu Kolbrún og Sarah. So skoraði Hilma gott mark stuttu seinna, stoðsending Berglind (ranglega skráð á Önnu Karen í Hydru) og Eva. Lokamark lotunnar átti síðan Kolbrún, þrumuskot án stoðsendingar. Staðan eftir lotuna var 6:1.

Þriðja lota fór rólega af stað en undir miðja lotu skoraði Gunnborg flott mark eftir stoðsendingu frá Röggu. Reykjavíkurstúlkur klóruðu í bakkann eftir kæruleysilegt spil SA í undirtölu og að leikmaður liðsins speglaði pökkinn í markið með skautanum. Staðan var 7:2. Ragga rak svo lokahnútinn á leikinn þegar rúmlega tvær og hálf mínúta var til leiksloka, flott mark og Gunnborg átti stoðsendinguna. 

Fyrsta lotan var góð og eins og áður segir, sóttu SA stúlkur nánast stanslaust alla lotuna. Önnur lota var ekki eins góð og var eins og eitthvert kæruleysi væri í liðinu. Síðasta lotan var svo öllu betri og sigurinn verðskuldaður. Liðið átti 61 skot að marki Reykjavíkur í leiknum og er það ekki tala sem sést oft. Fyrirliðinn Sarah átti enn einn stórleikinn þó hún hafi ekki skorað í þetta skiptið og af yngri stelpunum má t.d. nefna Gunnborgu sem hefur átt góða leiki undanfarið.

Þjálfari SA, Sami Lehtinen, sagði eftir leikinn að sigurinn hefði verið öruggur og bikarinn væri áfram þar sem hann ætti heima. Leikurinn hefði sýnt hvernig liðið væri þegar það spilaði vel en líka hvernig það væri þegar það spilaði illa. Nú hefði þjálfari og liðið viku til að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina og þá vonaði hann að liðið gæti sýnt gæðaleik allar 60 mínúturnar.

Mörk (stoðsendingar): Sarah (4), Ragga 2 (1), Gunnborg 2 (1), Kolbrún 1 (2), Hilma 2, Teresa 1, Berglind (1) og Eva (1).

Birta varði 13 skot.