Karfan er tóm.
SA Víkingar sigruðu SR 3-0 um helgina og fara inn í jólafríið á toppi deildarinnar. SA Víkingar eru komnir með 19 stig í deildinni en SR fylgja fast á eftir með 17 stig en hafa leikið 3 leikjum meira en Víkingar.
SA Víkingar mættu í leikinn af krafti á laugardag og voru með mikla yfirburði á vellinum í fyrstu lotu. Það skilaði marki eftir um 7 mínútna leik þegar Jordan Steger skoraði eftir sendingu frá Ingvari Jónssyni. Orri Blöndal bætti við marki með fallegu skoti af bláu línunni skömmu fyrir lok lotunnar og staðan 2-0 fyrir Víkinga. SA Víkingar heldu sama dampi í upphafi annarrar lotu en Kristján Árnason skoraði þriðja mark Víkinga eftir frábæran undirbúning Jussi Sipponens um miðja aðra lotu. Það dró fljótt af Víkingum eftir þetta en SR komst betur inn í leikinn eftir því sem á leið og fengu nokkur ákjósanleg tækifæri til þess að minnka munninn en mörkin urðu ekki fleiri og Víkingar náðu þar með toppsæti deildarinnar aftur af SR en liðin hafa skiptst á að halda sætinu í vetur. SA Víkingar verða því á toppnum yfir jólin hið minnsta en eru þó ekki komnir í jólafrí því síðasti leikurinn fyrir jól er á þriðjudag þegar liðið sækir Björninn heim í Egilshöll. Næsti leikur Víkinga eftir áramót er 26 janúar þegar liðið sækir SR heim í laugardalinn en 29. janúar er svo næsti heimaleikur Víkinga en á kemur Björninn norður.