SA Víkingar fara vel af stað í Lýsisbikarnum

Ingvar skorar sigurmarkið (mynd: Ási Ljós.)
Ingvar skorar sigurmarkið (mynd: Ási Ljós.)

Ungt lið SA Víkinga sigraði Björninn á sunnudag í fyrstu umferð Lýsisbikarsins með þremur mörkum gegn tveimur. Sigurmarkið kom í framlengingu en það var engin annar en landsliðsfyrirliðinn Ingvar Jónsson sem skoraði markið með glæsilegu einstaklingsframtaki. SA Víkingar eru með flest stig eftir fyrstu umferðina en liðið fékk einnig fullt hús stiga á laugardag þar sem SR gaf þann leik.

SA Víkingar stilltu upp fullum fjórum línum í sínum fyrsta leik og margir ungir leikmenn sem voru að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki. Björninn átti erfitt með hraða Víkinga í upphafi leiks en Víkingar fengu urmul færa í lotunni. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins að Björninn nýtti sér fyrsta færið og náðu 1-0 forystu í leiknum. Orri Blöndal jafnaði hinsvegar leikinn skömmu síðar með sannkallaðri sleggju af bláu línunni og Sigurður Þorsteinsson skoraði svo annað mark fyrir Víkinga ekki ósvipað því fyrsta undir lok lotunnar og Víkingar fóru með 2-1 forystu inn í aðra lotuna. SA Víkingar héldu áfram að pressa í annarri lotunni en fór að hægjast á þegar leið á lotuna og Björninn nýtti sér það og jafnði metin með marki frá Elvari Ólafssyni. Þriðja lotan var markalaus en lið Bjarnarins hrestist í þeirri lotu en liðið hafði aðeins náð 8 skotum á mark Víkinga í fyrstu tveimur lotunum en náðu 13 skotum í þeirri þriðju. Leikurinn fór í framlengingu þar sem spilað var 3 á móti 3 og Björninn var nálægt því að skora sigurmarkið en á einhvern ótrúlegan hátt náði Jakob Jóhannesson að bjarga pekkinum af marklínunni en Jakob átti stórleik í gær. Ingvar Jónsson tók þá af skarið og skautaði pökkinn af harðfylgi hringinn í kringum mark Bjarnarins og skóflaði svo pekkinum upp í markvínkilinn með bakhönd – stórglæsilegt mark og tryggði SA Víkingum sigurinn.

SA liðið leitt virkilega vel út í fyrsta leik og skemmtilegt að sjá fjöldann allan af ungum upprenandi leikmönnum taka sín fyrstu skref en meðalaldurinn hjá Víkingum í leiknum var 21 ár. Alex Máni Sveinsson 15 ára spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik og var mjög skapandi og hættulegur framan við mark Bjarnarins. Unglínan með Hinrik, Heiðari og Ágústi Mána pressaði vel í leiknum og sköpuðu fjöldann allan af færum. Það verður spennandi að fylgjast með liðinu í vetur og sjá hvernig stígandinn verður hjá þessu unga liði. Næstu helgi verður spiluð önnur umferð í bikarkeppninni en þá mæta SA Víkingar SR og Birninum syðra. SA Víkingar eru nú með 5 stig, SR 3 stig og Björninn 1.