Karfan er tóm.
SA Víkingar taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti í sögu félagsins og ferðast á miðvikudag til Sofíu í Búlgaríu. SA Víkingar eru í A-riðli sem fram fer í Sofiu en keppnin hefst á föstudag. Í riðli með SA eru Irbis-Skate frá Sofíu í Búlgaríu, Zeytinburnu frá Istanbul í Tyrklandi og HC Bat Yam í Tyrklandi.
SA Víkingar unnu sér keppnisrétt með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili en feta í fótsport Esju sem tók þátt fyrst liða á Íslandi í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Sigurvegarar í A-riðli fara svo í aðra umferð keppninnar sem mun fara fram í Riga í Lettlandi um miðjan október.