Þriðja umferðin hófst í kvöld.

Annari umferð lauk og sú þriðja hófst í kvöld. Fjögur lið búin að spila þrjá leiki en sex lið tvo leiki.

Á braut 2 spiluðu Garpar og Üllevål. Garpar tóku strax völdin í sínar hendur og unnu fyrstu fjóra enda  3 - 1 - 4 - 1 áður en Üllevål náði að svara með einum stein í fimmta enda. Garpar unnu síðan síðasta enda með 3 og leikinn 12 - 1. Á braut 3 spiluðu Svartagengið og Fífur. Svarta vann fyrsta enda með 1 og Fífur svöruðu með 2 í næsta enda. Þá komu 3 frá Svarta og Fífur unnu næstu tvo með 1  og 2 og staðan 5 - 4 fyrir Fífum fyrir síðusta enda en hann endaði með 3 steinum fyrir Svartagengi og þeir unnu leikinn  7 - 5. Leikur Mammúta og Riddara var sérstakur fyrir það að allir endar enduðu á 1 stein. Riddarar byrjuðu á að vinna fyrsta enda með 1 og síðan komu fjórir endar í röð hjá Mammútum með 1 stein og staðan orðin 4 - 1 fyrir síðasta enda sem Riddarar unnu með 1. Endaði leikurinn 4 - 2 fyrir Mammúta. Á fimmtu braut spiluðu Víkingar við Skyttur. Víkingar unnu fyrsta enda með 1 og Skyttur svöruðu með 3 og 1. Þá tóku Víkingar 1 og 2 í fjórðu og fimmtu og staðan því 4 - 4 fyrir síðusta enda sem skyttur unnu með 3 og leikinn því 7 - 4.   Staðan í A riðli er þannig að Garpar og Mammútar hafa 4 stig eftir tvo leiki Pálmi group með 2 stig eftir tvo leiki þá Üllevål með 2 stig eftir þrjá leiki og riddarar stigalausir eftir 3 leiki.   Í B riðli eru Víkingar í efsta sæti með 4 stig eftir þrjá leiki, Svartagengið einnig með 4 stig eftir 3 leiki og Bragðarefir og Skyttur með 2 stig eftir tvo leiki. Fífur verma neðsta sætið með ekkert stig eftir 2 leiki. Stig og staða hér. Leikir miðvikudagsins eru

Braut 2Braut 3Braut 4Braut 5
Skyttur MammútarBragðarefir Pálmi group
FífurGarparVíkingarRiddarar
ísumsjón
RiddararMammútarBragðarefirPálmi Group