Þrír sigrar hjá SA sunnan heiða um helgina

SA Víkingar, Ynjur og 3. flokkur spiluðu öll í Reykjavík um helgina og unnust leikirnir allir. SA Víkingar sigruðu SR 7-1 í Laugardalnum. Ynjur unnu Björninn í Egilshöll með 8 mörkum gegn tveimur og 3. flokkur vann Björninn í vítakeppni eftir að að staðan var 5-5 að loknum venjulegum leiktíma. 

SA Víkingar mættu SR í Laugardalnum og unnu sinn leik 7-1. Leikurinn byrjaði vel fyrir Víkinga en Jussi Sipponen skoraði fyrsta mark leiksins eftir rétt rúmar tvær mínútur eftir góðum undirbúning Andra Más Mikaelssonar. Jón Benedikt Gíslason bætti við tveimur mörkum áður en fyrsta lotann kláraðist. Ingvar Jónsson kom Víkingum svo í 4-0 í byrjun annarrar lotu og Orri Blöndal bætti svo við fimmta markinu um miðja aðra lotu. SR náði loksins að bíta frá sér í byrjun þriðju lotu en Víkingar skoruðu svo tvö síðustu mörk leiksins en þar voru á ferðinni Heiðar Kristveigarsson með sitt annað mark í meistaraflokki eftir frábæran undirbúning frá Jussi Sipponen og Orri Blöndal skoraði síðasta markið rétt undrir lok leiksins. Flottur sigur hjá SA Víkingum heilt yfir þar sem liðið var nokkuð fáskipað eins og oftast nær á þessu tímabili. Leikurinn var jafnari en lokatölur gefa til kynna en vörnin var þétt og Steve var öruggur í markinu. Hér má sjá umfjöllun um leikinn á mbl.is.

Mörk og stoðsendingar SA Víkinga:

Jón Benedikt Gíslason 2/1

Orri Blöndal 2/0

Jussi Sipponen 1/4

Ingvar Þór Jónsson 1/2

Heiðar Örn Kristveigarsson 1/1

Andri Már Mikaelsson 0/1

Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1

Ynjur mættu Birninum í Grafarvogi og sigruðu með 8 mörkum gegn tveimur. Ynjur spiluðu stórfína fyrstu lotu og kláruðu leikinn á sex mínútna kafla þar sem þær skoruðu 6 mörk. Silvía Björgvinsdóttir skoraði tvö af mörkunum og Ragnhildur Kjartansdóttir tvö, en Bergþóra Bergþórsdóttir og Sandra Gunnarsdóttir skoruðu eitt mark hver. Önnur lotann var markalaus en hvoru liðinu tókst að skora tvö mörk í síðustu lotunni þar sem Silvía Björgvinsdóttir skoraði bæði mörkin fyrir Ynjur. Silvía Björgvinsdóttir átti stórleik en hún skoraði 4 mörk og átti þar að auki 3 stoðsendingar í leiknum. Hér má sjá umfjöllun um leikinn á mbl.is.

Mörk og stoðsendingar Ynja:

Silvía Björgvinsdóttir 4/3

Ragnhildur Kjartandsóttir 2/0

Bergþóra Bergþórsdóttir 1/1

Sandra Gunnardsóttir 1/0

Sunna Björgvinsdóttir 0/1

Apríl Orongan 0/1

3. flokkur sigraði Björninn í Egilshöll í vítakeppni eftir framlengingu en staðan var 5-5 að loknum venjulegum leiktíma. SA náði góðri forystu í leiknum og komust í 5-1 en Björninn náði að jafna leikinn í þriðju lotu þar sem leikmenn SA voru mikið í refsiboxinu. Axel Orongan og Gunnar Arason skoruðu tvö mörk hvor og Teresa Snorradóttir skoraði eitt.