Kæru foreldrar!
- Þá er farið að styttast í Vinamótið. Búið er að birta mótaskrá og líka búið að draga í keppnisröð, sjá tengla hér fyrir neðan.
http://www.sasport.is/skautar/news/buid_ad_draga_i_keppnisrod0/
http://www.sasport.is/skautar/news/motaskra_vinamotsins/
- Mæta skal ca klukkutíma fyrir uppgefinn keppnistíma skv. mótaskrá.
- Mæta skal í keppniskjól/fötum í hettulausri peysu, með hárið snyrtilega greitt, í íþróttaskóm og með fingravettlinga. Gott er að hafa með sér hlýja úlpu og teppi til að hafa meðan beðið er. Mjög sniðugt er að hafa með sér ávaxtasafa eða vínber.
- Klefar verða merktir með nafni hvers félags, þið mætið í klefa merktum SA. Þjálfarar munu taka á móti keppendunum og sjá um upphitun afís og á ís.
- Fyrir ykkur foreldrana og gesti þá er gott að muna að það er ekki hlýtt í höllinni og því mikilvægt að koma vel klædd. Foreldrafélagið okkar mun vera með kaffisölu og lukkupakkasölu (gaman að henda gjöfum inn á svellið eftir að skautarar eru búnir að skauta dansinn sinn. Ekki er tekið við greiðslukortum þannig að muna að taka með lausan pening)
Aukaæfing verður fyrir eftirtalda hópa á föstudaginn nk:
C3 og C4 mæta kl. 16:10-16:55
C1 og C2 mæta kl. 16:55-17:45 Á þessari æfingu verður eins konar generalprufa þar sem keppendur skulu mæta í keppnisfötum/kjólum. Allir fá að renna yfir dansinn sinn eins og í keppni.
Ef eitthvað er óljóst endilega hafið samband við mig.
Kv. Helga Margrét (helgamargretclarke@gmail.com)