Æfingar hafnar og Landsmót UMFÍ í skautahöllinni um versló

Nú er ísinn klár og æfingar hófust hjá listhlaupadeild á föstudagsmorgun. Æfingar hjá Íshokkídeild hefjast á sunnudagskvöld. Þá eru opnar æfingar fyrir krakka í íshokkí alla næstu viku sem geta þá náð ryðinu úr sér áður er æfingarbúðirnar hefjast eftir verslunarmannahelgi.

Tímatöflu 27. júlí - 2. ágúst má finna hér.

Næstu helgi verður Landsmót UMFÍ haldið á Akureyri og munu þá skautaíþróttir og krulla verða hluti af mótinu í fyrsta sinn. Keppt verður í listhlaupi á laugardeginum kl 10-15 og sunnudeginum kl 10-13. Krullan verður fjölskyldugrein á mótinu á laugardeginum kl 15.15 - 18 svo allir áhugasamir geta komið við í Skautahöllinni og prófað krullu endurgjaldslaust undir handsleiðslu krullumeistara. Íshokkí er sýningargrein á landsmótinu en sýningarleikurinn fer fram á sunnudeginum kl 13.15. Allar upplýsingar um landsmótið má finna á heimasíðu UMFÍ.

Fyrsti almenningstíminn verður svo næstkomandi föstudag en þá verður veglegt skautadiskó á hefðbundnum tíma kl 19-21.