Afísæfingar vikuna 27. -31. júlí

Hér er plan yfir næstu viku, vikuna 27. - 31. júlí. Athugið að kíkja vel yfir þetta plan!!

 

Planið verður sem hér segir:
  • 2 æfingar í vikunni verða sjálfstæðar en þá er EKKI venjuleg æfing, þá er ætlast til að þið sjáið sjálfar um æfingu þann dag. Ykkur er frjálst að skokka hvaða hring sem er.
  • Æfingar verða alltaf kl. 17:15-18:15 á planinu við skautahöllina
  • Munið að koma alltaf í teygjanlegum buxum þessa vikuna þar sem við munum einbeita okkur mikið að teygjum!
Mánudagurinn 27. júlí - Sjálfstætt - EKKI mæting við höll - þið ráðið hvar og hvenær þið æfið hver og ein/n fyrir sig
20 mín skokk og teygjur samkvæmt sumaræfingaplani
 
Þriðjudagurinn 28. júlí
Létt skokk og stöðvaþjálfun
Léttar teygjuæfingar
 
Miðvikudagurinn 29. júlí
Létt skokk, snerpuþjálfun, rotation og tækni
Léttar teygjuæfingar
 
Fimmtudagurinn 30. júlí
Hjólað litla Eyjafjarðarhringinn - með fyrirvara um veður
Skylda að vera með hjálm annars ekki hægt að koma með. Koma með létt nesti, vatnsbrúsa og vel klæddar.
Hringurinn tekur rúmlega 2 klukkutíma allt í allt að meðaltal. Við munum stoppa á 2 stöðum til að hvíla okkur og fá okkur nesti, undir hverjum og einum að meta hvort hann/hún treystir sér til að koma með eða ekki.
 
Föstudagurinn 31. júlí - EKKI mæting við höll - þið ráðið hvar og hvenær þið æfið hver og ein/n fyrir sig
20 mín skokk og teygjur samkvæmt sumaræfingaplani
 
Frí laugardag, sunnudag og mánudag
 
Æfingabúðirnar byrja svo stundvíslega á þriðjudagsmorgun 4. ágúst, allar upplýsingar í valmyndini til vinstri undir sumaræfingabúðir LSA 2009.