Frábær frammistaða SA Víkinga í opnunarleiknum

SA Víkingar unnu virkilega sannfærandi sigur með góðri frammistöðu í opnunarleik tímabilsins í Hertz-deild karla. SA Víkingar snéru heim úr Evrópukeppninni á mánudag en það var hvergi Evrópuþreytu að sjá í leik SA Víkinga sem skoruðu 7 mörk áður en Fjölnismenn náðu að svara með einu marki undir lok leiksins. SA Víkingar voru með 44 skot í leiknum á móti 23 skotum Fjölnis og Róbert Steingrímsson varði 22 skot í marki Víkinga sem er 95,7 % markvarsla. Frabær byrjun á tímabilinu hjá Víkingum en næst eiga Víkinga leik í Laugardal um næstu helgi þegar liðið sækir SR heim.
 
 
Mörk og stoðsendingar SA Víkinga í leiknum:
Andri Már Mikaelsson 2/1
Jóhann Már Leifsson 1/3
Gunnar Arason 1/1
Unnar Rúnarsson 1/1
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Róbert Hafberg 1/0
Björn Már Jakobsson 0/1
Sveinn Verneri Sveinsson 0/1
Hafþór Sigrúnarson 0/1
Atli Þór Sveinsson 0/1