Frístundastyrkur Akureyrarbæjar hækkaður í 16.000 kr

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar var á dögunum hækkaður og verður 16.000 krónur fyrir árið 2016. Þetta eru gleðitíðindi fyrir forráðamenn allra iðkennda yngri en 18 ára þar sem styrkurinn nýttist upp í æfingargjöld hjá Skautafélaginu.

Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri. Styrkurinn tekur gildi árið sem barnið verður 6 ára og fellur úr gildi árið sem unglingurinn verður 18 ára.

Til að nota frístundastyrkinn skal skrá barnið í félagið í gegnum Nora kerfið. Í lok skráningar- og greiðsluferilsins geta foreldrar valið um að nota frístundastyrkinn frá Akureyrarbæ til niðurgreiðslu gjalda. Árið 2016 gildir styrkurinn fyrir börn fædd árið 1999 til og með 2010.