Ísland – Spánn í dag kl 18.00

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí sem keppir á heimsmeistaramótinu á Spáni þessa daganna mætir heimaliði Spánar í dag og hefst leikurinn kl 18.00. Þetta er jafnframt síðasti leikur Íslands í mótinu en útsendinguna má finna hér.

Ísland tapaði fyrir Serbíu í gær 6-3. Ísland átti frábæra fyrstu lotu og komst í 3-0 með tveimur mörkum frá Úlfari Andréssyni og einu frá Jóhanni Leifssyni. Serbía komst inn í leikinn í annarri lotu með tveimur mörkum í byrjun lotunnar en Ísland fékk gullið tækifæri til þess að bæta við forystuna þegar þeir fengu tveggja manna yfirtölu en náðu ekki að koma pekkinum í markið. Um miðja lotuna jöfnuðu serbar leikinn og komust svo yfir skömmu síðar. Serbar bættu svo við marki í byrjun þriðju lotunnar og kláruðu svo leikinn með því að skora sjötta markið en íslenska liðið náði sér engan vegin á strik í þriðju lotunni eftir að hafa tapað niður góðri forystu. Íslenska liðið mætir Spáni í dag en leikir liðanna hafa verið gríðarlega jafnir og skemmtilegir síðastliðin ár.