Úrslitakeppni í meistaraflokki karla hefst í kvöld kl 19.45

SA Víkingar mæta Esju í fyrsta leik úrslitakeppninar í íshokkí í kvöld, 19. febrúar kl 19.45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar sem urðu deildarmeistarar á dögunum eiga heimaleikjaréttinn en Esja varð í öðru sæti eftir að hafa leitt deildina lengi vel. Esja er í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins en leikmenn hennar hafa þó töluverða reynslu af henni. Leikir þessarar liða hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi í vetur en búast má við all svakalegum leikjum þar sem rjóminn af bestu leikmönnum deildarinnar takast á um hinn margrómaða Íslandsmeistaratitil í íshokkí.

Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum sigrar en leikið er til skiptis heima og að heiman annan hvern dag þar til annað liðið hefur náð sigrunum þremur. Miðarverð er 1500 kr en frítt fyrir 16 ára og yngri. Fólki er bent á að mæta snemma til þess að ná góðum sætum og bílastæðum. Góða skemmtun!