Afísæfing laugardaginn 4. júlí

Hæ allir! Fyrsta sumaræfingin gekk mjög vel og var þokkaleg mæting. Það hefði að sjálfsögðu verið skemmtilegra að sjá fleiri andlit þannig að við hvetjum þá sem ekki létu sjá sig til að koma á næstu æfingu :) Æfingin laugardaginn 4. júlí verður kl. 16-17 og er mæting við skautahöllina, það væri frábært ef allir kæmu með vatnsbrúsa með sér því það er ekki alltaf hægt að komast inn í höllina. Við munum taka stutt skokk til upphitunar og svo verður aðaláherslan á snerpuæfingar. Í dag ræddi Helga við þá sem mættir voru um landsmót UMFÍ sem verður haldið um næstu helgi. Listhlaupadeildin verður með í 2 atriðum, eitt fyrir "yngri" iðkendur og annað fyrir "eldri" iðkendur. Yngri iðkendur verða með smá sýningaratriði þar sem sýndar verða á gólfi (afís) stökk og annað úr starfi deildarinnar. Eldri iðkendurnir verða með í opnunaratriði þar sem þeir t.d. mynda töluna 100...útskýrum betur fyrir ykkur á morgun og á sunnudaginn. Við þurfum ca 15-20 í hvorn hópinn og ég vil endilega biðja ykkur um að senda mail eða reply á facebook á okkur ef þið getið verið með, það væri frábært...hvetjum ykkur endilega til að vera með. Hlökkum til að sjá ykkur á æfingu. Kv. Helga og Audrey