Afísæfingar vikuna 20.-24. júlí

Hér kemur æfingaplan fyrir næstu viku. Helga Margrét er þá komin aftur og verða æfingar alla virka daga fram að æfingabúðum. Endilega hvetjum alla til að mæta vel í þessa tíma, bæði þá sem verða með í 4 vikur, 2 vikur eða jafnvel ekki með í æfingabúðunum. Það er ekki gaman að byrja nýtt skautaár illa! Það er mikið skemmtilegra að byrja árið í góðu formi og eins og þið vitið þá verða framfarirnar svo miklu hraðari eftir því sem líkamlegt form er betra. 

Planið verður sem hér segir:
 
  • Æfingar verða alltaf kl. 17:15-18:15 á planinu við skautahöllina
  • Munið að koma alltaf í teygjanlegum buxum þessa vikuna þar sem við munum einbeita okkur mikið að teygjum! 
 
Mánudagurinn 20. júlí 
Þolþjálfun og styrktaræfingar f. hendur, axlir
Góðar teygjuæfingar 
 
Þriðjudagurinn 21. júlí
Snerpuþjálfun og rotation
Léttar teygjuæfingar 
 
Miðvikudagurinn 22. júlí
Létt skokk og stöðvaþjálfun
Léttar teygjuæfingar 
 
Fimmtudagurinn 23. júlí
Sérhæfð skautatækni
Góðar teygjuæfingar 
 
Föstudagurinn 24. júlí
Þolþjálfun/sippa og styrktaræfingar fyrir kvið og bak MUNIÐ AÐ KOMA MEÐ SIPPUBAND ÞENNAN DAG!!
Leikir og skemmtilegt í lokin 
 
Frí laugardag og sunnudag 
 
Næsta plan verður birt föstudaginn 24. júlí