Karfan er tóm.
SA spilaði þrjá leiki um helgina í laugardalnum alla við SR og komu 9 stig norður úr viðureignunum. SA Víkingar riðu á vaðið í Hertz deild karla á föstudagskvöld og sigruðu SR með 7 mörkum gegn 3. Annar flokkur SA vann SR 6-2 á laugardaginn og Ásynjur sigruðu SR síðar um kvöldið 11-0 í Hertz deild kvenna.
SA Víkingar náðu forystu snemma leiks þegar frekar saklaust skot Jussi Sipponens lak í markið. SR jafnaði metin um miðja lotuna í yfirtölu þegar Michal Danko skoraði úr þröngu færi. SA Víkingar réðu lögum og lofum á vellinum það sem eftir lifði lotunnar og náðu að bæta við þremur mörkum án þess að SR næði að svara fyrir sig og komust í 4-1 en mörkin skoruðu Mario Mjelleli, Jón. B Gíslason og Jussi Sipponen. SA voru einnig sterkari aðilinn í annarri lotunni og fengu fjölmörg færi en bættu aðeins við einu marki frá Andra Má Mikaelssyni. Mario Mjelleli bætti við sjötta marki Víkinga í þriðju lotunni en SA Víkingar gerðu sig seka um kæruleysi í vörninni og SR skoraði næstu tvö mörk og löguðu stöðuna í 6-3 áður en Andri Mikaelsson lokaði leiknum með góðu marki og SA Víkingar unnu því leikinn 7-3. SA Víkingar voru mun beittari en í síðasta leik gegn Birninum og virðast vera búnir að finna fjölina sýna á ný en kæruleysi í varnarleik liðsins er þó en áhyggjuefni og eitthvað sem liðið verður að laga fyrir næsta leik þegar liðið mætir Birninum í Egilshöll strax á þriðjudaginn. SA Víkingar eiga harm að hefna eftir niðurlæginu gegn Birninum í síðasta heimaleik og koma eflaust eins og grenjandi ljón inn í þann slag en SA Víkingar geta tryggt sig í úrslitakeppnina með sigri.
Mörk/stoðsendingar Víkinga:
Mario Mjelleli 2/2
Jussi Sipponen 2/0
Andri Már Mikaelsson 2/1
Jón B. Gíslason 1/1
Halldór Ingi Skúlason 0/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Sigurður S. Sigurðsson 0/1
Sigurður Freyr Þorsteinsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Ásynjur áttu ekki í teljandi vandræðum með SR á laugardagkvöldið og kláruðu leikinn strax í fyrstu lotu en liðið náði þá 5-0 forystu með mörkum frá Hörpu Benediktsdóttur, Kolbrúni Garðarsdóttur, Öldu Arnarsdóttur og tveimur mörkum frá Birnu Baldursdóttur. Ásynjur höfðu mikla yfirburði í leknum þrátt fyrir aðeins 9 útileikmenn og skutu 74 skotum á mark SR í leiknum. Ásynjur bættu við einu marki í annarri lotunni en náðu svo aftur vopnum sínum í þeirri þriðju og skoruðu þá fimm mörk þar sem þær Linda Sveinsdóttir, Korlbrún Garðarsdóttir, Birna Baldursdóttir, Arndís Sigurðardóttir og Berglind Leifsdóttir skoruðu mörkin. Ásynjur náðu með sigrinum aftur 7 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Ynjur eiga leik til góða en þessi lið mætast einmitt í næsta deildarleik þriðjudaginn 19. Janúar í síðasta innanfélagsleik vetrarins.
Mörk/stoðsendingar Ásynja:
Birna Baldursdóttir 3/0
Kolbrún Garðarsdóttir 2/2
Berglind Leifsdóttir 2/2
Alda Arnarsdóttir 1/3
Arndís Sigurðardóttir 1/2
Linda Sveinsdóttir 1/2
Sunna Björgvinsdóttir 0/3
Ragnhildur Kjartansdóttir 0/3
Harpa Benediktsdóttir 1/0
2. Flokkur SA náði 2-1 forystu í fyrstu lotu með tveimur mörkum frá Matthíasi Stefánssyni. SA bætti við næstu þremur mörkum í annarri lotunni og náði 5-1 forystu áðun en SR náði að minnka muninn í 5-2 en mörkin skoruðu þeir Sigurður Þorsteinsson, Kristján Árnason og Matthías með sínu þriðja marki í leiknum. Heiðar Krisveigarson skoraði svo eina markið í þriðju lotunni og tryggði SA 6-2 sigur. 2. flokkur komst með sigrinum nær Birninum í efsta sæti Íslandsmótsins en aðeins þrjú stig skilja nú liðin að.
Mörk/stoðsendingar SA:
Matthías Már Stefánsson 3/0
Hafþór Sigrúnason 0/3
Kristján Árnason 1/1
Heiðar Krisveigarson 1/0
Sigurður Þorsteinsson 1/0