Karfan er tóm.
Uppskeruhátíð Hokkídeildar SA fór fram fyrir helgi þar sem tímabilið 2020/2021 var gert upp en það fer heldur betur í sögubækurnar sem eitt það allra besta hjá félaginu. Uppskera tímabilsins voru allir titlar sem í boði voru; Íslandsmeistaratitlar í meistaraflokkum karla og kvenna, U18, U16, U14 a- og b-liða ásamt báðum deildarmeistaratitlunum í meistaraflokkunum. Afrekið er algjörlega einstakt og allir leikmenn liðanna sem unnu titlana eru uppaldir í félaginu sem og Rúnar Freyr Rúnarsson aðalþjálfari liðanna.
Hokkídeild SA heiðraði Rúnar fyrir sitt framlag á uppskeruhátíðinni en uppskera tímabilsins er fullkomlega í samræmi við þá miklu vinnu sem Rúnar lagði í verkefnið en Hokkídeild SA stendur í þakkarskuld við hann fyrir að hafa tekið að sér þjálfun í vetur. Á uppskeruhátíðinni voru einnig leikmenn liðanna heiðraðir og einstaklings verðlaun veitt en það voru bæði leikmenn og þjálfarar sem stóðu að valinu.
MFL Kvenna
Mestu framfarir - Amanda Ýr
Mikilvægasti leikmaður - Saga Margrét
Besta fyrirmyndin - Jónina Margrét
MVP úrslitakeppni – Sunna Björgvinsdóttir
MFL karla
Mestu framfarir - Andri Skúlason
Mikilvægasti leikmaður - Axel Snær Orongan
Besta fyrirmyndin - Orri Blöndal
MVP úrslitakeppni – Jakob Ernfelt
u18
Mestu framfarir - Pétur Orri
Mikilvægasti leikmaður - Arnar Helgi
Besta fyrirmyndin - Bergþór Bjarmi
u16
Mestu framfarir - Daniel Snær
Mikilvægasti leikmaður - Uni Steinn
Besta fyrirmyndin - Ormur Karl
U14
Mestu framfarir - Gabriel Snær
Mikilvægasti leikmaður - Þorleifur Rúnar
Vinnuhesturinn - Aðalheiður Anna
Unsung Hero - Bjarmi Kristjánsson
Besta fyrirmyndin - Aron Gunnar