Karfan er tóm.
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur keppni á HM í Tilburg í Hollandi í dag. Ísland mætir Ástralíu í opnunarleik mótsins en Ísland hafnaði í fimmta sæti á mótinu í fyrra á meðan Ástralía hafnaði í öðru sæti. Leikurinn á morgun hefst kl 11.00 á íslenskum tíma og er í beinni útsendingu hér.
Í riðlinum eru auk Íslands að þessu sinni: Holland, Ástralía, Belgía, Serbía og Kína. Holland er fyrirfram talið sterkasta liðið en Ísland tapaði 4-1 fyrir þeim í æfingarleik á föstudag. Deildin er mjög jöfn og því erfitt að segja til um hverjir möguleikar Íslenska liðsins eru í ár. Kína kom upp úr 2. deild B en gæti þrátt fyrir það verið líklegir til alls.
SA á fimm fulltrúa í íslenska liðinu: Ingvar Þór Jónsson fyrirliða liðsins, Björn Már Jakobsson Andri Má Mikaelsson, Jóhann Má Leifsson og Sigurð Frey Þorsteinsson. Þá eru einnig í liðinu tveir uppaldir SA leikmenn sem spila í Svíþjóð, Hafþór Andri Sigrúnarson og Axel Orongan sem er að spila á sínu fyrsta móti með karlalandsliðinu. Við fylgjumst auðvitað spennt með og sendum jákvæða strauma til Tilburg, Áfram Ísland!