Karfan er tóm.
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði lokamótið í 29th Coppa de Europa sem haldið var í Val de Fassa á Canazei á Ítalíu í gær. Sigurinn tryggði henni sigur á mótaröðinni annað árið í röð en hún sigraði einnig mótaröðina á síðasta ári.
Elísabet Kristjánsdóttir móðir Ísoldar hefur fylgt Ísold um gjörvalla Evrópu í vetur vegna æfinga og keppni en hún sendi okkur þessi orð eftir mótið: Í gær var lokamótið 29th Coppa de Europa haldið í gríðarlega fallegu umhverfi Val de Fassa í Canazei á Ítalíu í tæplega 1500 m hæð. Þetta er fjórða mótið hennar Ísoldar á mótaröðinni í vetur. Áður hafði hún keppt í Sloveníu, Búlgaríu og Genf. Fyrir mótið á Ítalíu fékk Ísold ansi kvella matareitrun og hélt ekki miklu niðri. Hún var ekki vongóð um að hún myndi keppa þar sem hún var alls ekki í standi fyrir æfingu sem keppendum bauðst kvöldið fyrir keppni. En henni fannst mikið í húfi að reyna að vera með fyrst hún var mætt á staðinn og hún og stúlka frá Búlgaríu voru hnífjafnar að stigum. Því var brugðið á gamalt herkænsku bragð…..HVÍLA ( OG DREKKA ). Ísold var 4. inná ís og gekk ekki alveg eins og hún ætlaði sér en náði þó 38.48 stigum. Það dugði henni með naumindum að þessu sinni og það var því staðreynd að hún var að vinna sinn aldursflokk í þessari mótaröð annað árið í röð.“
Frábær árangur hjá þessari mögnuðu íþróttastelpu, við óskum Ísold og foreldrum hennar innilega til hamingju með árangurinn.