Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir á palli.
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði í gær á Santa Claus Cup 2016 sem er alþjóðlegt mót sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi. Ísold keppti þar á móti 27 öðrum 10 ára stúlkum og átti góða keppni en mestu samkeppnina fékk hún frá stelpum frá Ítalíu og Georgíu. Ísold hefur þar með unnið allar þrjár keppnirnar sem hún hefur tekið þátt í erlendis á þessu tímabili.
Ísold var 21. stúlkan inná ísinn en síðust af 6 stelpum inná í upphitunarhóp. Sigurinn var þó ekki alveg auðsóttur þar sem Ísold bjargaði sér ljómandi vel fyrir horn þegar hún fipaðist í lendingu í stökksamsettningu en fyrsta sætið var samt í höfn og fékk hún 36.83 stig. Glæsilegur árangur hjá Ísold en hún heldur áfram að æfa erlendis þar sem hún tekur næst þátt í Bratislava Cup þann 18. desmeber.
Ísold komin á Santa Claus Cup 2016. (mynd: Elísabet Kristjánsdóttir)
Sigur í höfn. (mynd: Elísabet Kristjánsdóttir)