Málþing ÍBA: Íþróttaiðkun barna og unglinga


Föstudaginn 16. nóvember kl. 16-19. Opið öllum, aðgangur ókeypis.

Íþróttabandalag Akureyrar efnir til málþings um íþróttaiðkun barna og unglina föstudaginn 16. nóvember kl. 16-19. Málþingið verður í Háskólanum á Akureyri, sal M102. Umræðuefni þingsins tengjast íþróttaiðkun barna og unglinga, s.s. álagi við að stunda íþróttir, samstarfi íþróttafélaga, þjálfara og foreldra ásamt fleiru.

Fyrirlesarar eru: Dr Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Sonja Sif Jóhannsdóttir, Þórdís L. Gísladóttir og Ellert Örn Erlingsson. 

Ástæða er til að hvetja jafnt þjálfar, foreldra og iðkendur íþrótta innan Skautafélagsins sem áhuga hafa á þessu málefni til að mæta á málþingið.

Málþingið er haldið í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar (pdf-skjal).