Karfan er tóm.
Leikur nr. 2 fór fram í Reykjavík á þriðjudagskvöldið. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. SA átti fyrsta markið og kom það í 1. lotu, en jöfnunar mark SR kom ekki fyrr en í 3. lotu. Skömmu síðar komust þeir yfir en við jöfnuðum leikinn aftur í "power play" skömmu fyrir leikslok.
Það voru svo gestgjafarnir sem skoruðu gullmark um miðbik framlengingar og þar með var staðan orðin 2 - 0 í einvíginu og óhætt að segja að við séum komnir með bakið upp við vegg.
Við erum hins vegar kunnugir þessum aðstæðum, það þarf þrjá leiki til þess að vinna titilinn og að þessu sinni verður Krísuvíkurleiðin farin. Leikur nr. 3 fer fram hér í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19:00.