Karfan er tóm.
Bikarmóti ÍSS lauk í dag og hélt sigurganga stelpnanna okkar áfram. Þær sýndu frábærar æfingar á ísnum. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir steig fyrst á ísinn í morgun og sýndi glæsilegt prógram og varð bikarmeistari í 10 ára og yngri A með 25,69 stig. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir keppti í flokknum 12 ára og yngri A og sigraði með miklum yfirburðum með 39,17 stig. Í stúlknaflokki áttum við þrjá glæsilega keppendur sem röðuðu sér í þrjú efsti sætin. Marta María Jóhannsdóttir sigraði með 71,82 stig, Aldís Kara Bergsdóttir var önnur með 71,72 stig og Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir varð þriðja með 69, 91 stig. Elísabet Sævarsdóttir keppti í unglingaflokki A og lenti í 5. sæti með stórglæsilegum æfingum og hlaut 79,37 stig.
Við óskum stelpunum til hamingju með stórglæsilegan árangur.