Karfan er tóm.
Loturnar fóru því 1-1, 1-0 og 1-0. Þær Ný-Sjálensku áttu betri leik og voru meira með pökkinn en okkar stúlkur og ef skot á mörk eru skoðuð þá má sjá að á meðan Ísland átti 16 skot átti Nýja Sjáland 33 og í fyrstu lotu voru skotin 15 á móti 3. Það þýðir líka það að í nógu hafi verið að snúast hjá Karitas Halldórsdóttur markverði, enda var hún valinn besti leikmaður íslenska liðsins í leikslok. Brottvísanir voru svipaðar, 10 mín á NS og 12 á Ísland.
Í gær mættust einnig S-Afríka og S-Kórea og lauk þeim leik aðveldum 6 - 0 sigri Kóreu.
Næsti leikur íslenska liðsins verður á þriðjudaginn gegn Rúmeníu kl. 20:00