Karfan er tóm.
Íslenska drengja landsliðið í íshokkí byrjar heimsmeistaramótið í III deild af miklum krafti en liðið lagði Bosníu nú rétt í þessu 13-1. 8 leikmenn skoruðu mörk í leiknum en SA drengirnir Askur Reynisson (2), Bjarmi Kristjánsson (2), Bjarki Jóhannsson, Stefán Guðnason og Alex Ingason skoruðu allir mörk í leiknum. Mótið fer fram í Istanbúl í Tyrklandi og á Ísland eftir að mæta Tyrklandi, Nýja-Sjálandi, Mexíkó og Belgíu. Næsta verkefni liðsins er gegn heimaliðinu Tyrklandi en leikurinn er á morgun kl. 17:00 og má sjá hann í beinni útsendingu hér. Hér má finna dagskrá og tölfræði mótsins.
SA á 12 fulltrúa í liðinu en þjálfarar liðsins eru Vladimir Kolek, Axel Orongan og Atli Þór Sveinsson. Liðstjóri liðsins er Kristján Sturluson.
SA leikmenn:
Aron Ingason
Ólafur Björgvinsson
Bjartur Westin
Bjarmi Kristjánsson
Askur Reynisson
Stefán Guðnason
Bjarki Jóhannsson
Elvar Skúlason
Þorleifur Rúnar Sigvaldason
Alex Ingason
Sigurgeir Söruson
Daníel Ryan