Fræðslukvöld ÍSÍ miðvikudaginn 1. apríl

Fræðslukvöld ÍSÍ 1. apríl
Fræðslukvöld ÍSÍ 1. apríl

Miðvikudaginn 1. apríl verður fræðslukvöld ÍSÍ haldið milli 17 og 21. Að þessu sinni verður fjallað um næringu íþróttafólks og lyf og íþróttir. Þetta fræðslukvöld er opið öllu íþróttafólki hvort sem það eru þjálfarar, iðkendur, foreldrar og eða aðrir áhugasamir. Skráningargjald er kr. 2500. Sjá má frekari upplýsingar með því að smella á myndina.

Viðbótarupplýsingar vegna fræðslunámskeiðs ÍSÍ á morgun miðvikudag! 
 
Það hefur gleymst að taka það fram að það er að sjálfsögðu velkomið að mæta bara á annan fyrirlesturinn af tveimur á fræðslukvöldinu á morgun.  Örvar Ólafsson verkefnisstjóri ÍSÍ er með fyrirlestur um lyf og íþróttir frá kl. 17.00-18.45 og Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og nýbakaður Evrópumeistari í sínum aldursflokki í 5000m víðavangshlaupi er með fyrirlestur um næringu íþróttafólks frá kl. 19.15-21.00.  Þeir sem skrá sig bara á annan fyrirlesturinn greiða bara hálft gjald eða kr. 1.250.-  Benda skal á að ÍRA greiðir helming þess kostnaðar sem liggur til grundvallar fyrir hvern þátttakanda á námskeiðum ÍSÍ.  Það er því vart finnanleg ódýrari fræðsla fyrir þá sem vilja sækja hana á annað borð:)