Ice Cup - síðasti skráningardagur er 22. apríl

Tíunda Ice Cup mótið nálgast óðfluga.
Tíunda Ice Cup mótið nálgast óðfluga.


Nú líður tíminn óvenju hratt, enda veðurblíða næstum upp á hvern dag. Afmælismót Ice Cup - 10. mótið - nálgast, en það fer fram dagana 2.-4. maí.

Nú er rétti tíminn fyrir heimaliðin og hugsanleg gesta lið utan Akureyrar að huga að endanlegri liðsskipan og skráningu. Vinsamlega sýnið skipuleggjendum tillitssemi og skráið ykkar lið í tíma. Síðasti skráningardagur er 22. apríl. Miðað er við að ekki verði skráð fleiri en 16 lið í mótið.

Fara á skráningarsíðu.

Þátttökugjald er 26.000 krónur á lið. Innifalið í því er þátttakan, opnunarhófið og miðar á lokahófið fyrir fjóra leikmenn.

Sex erlend lið hafa skráð sig til leiks, þrjú bandarísk (+Halli), eitt sænkst og tvö blönduð evrópsk lið. Tvö innlend lið hafa nú þegar skráð sig til leiks, Ice Hunt og Garpar.

Þau lið sem vantar leikmenn - eða leikmenn sem eru á lausu og vilja vera með í mótinu - eru hvött til að hafa samband við skipuleggjendur sem fyrst til að hægt sé að tryggja öllum þátttöku og setja upp mótið í tíma.

Áætlað er að undirbúningsvinna verði með svipuðu móti og undanfarin ár og í þeim efnum reiðum við okkur á okkur sjálf - krullufólkið - og einstaka fagmennsku okkar við að smíða kaffistofur, merkja krulluhringi, skrúfa frá kalda vatninu og skrapa svellið. Nánar um tímasetningar á þeirri vinnu þegar nær dregur.

Mótið sjálft verður væntanlega með svipuðu sniði og verið hefur, fyrstu leikir síðdegis á fimmtudegi, spilað allan föstudaginn og svo endað á úrslitaleikjum síðdegis á laugardegi og að sjálfsögðu veglegu lokahófi á laugardagskvöldinu. Gert er ráð fyrir að öll lið spili einn leik á fimmtudegi, tvo á föstudegi og einn á laugardegi - en síðan spili efstu liðin aukaleik um verðlaunasæti á laugardeginum.

Upplýsingar:
Hallgrímur Valsson - hallgrimur@isl.is - 8400887
Haraldur Ingólfsson - haring@simnet.is - 824 2778