Ice Cup: Skráningarfrestur rennur út 23. apríl


Nú styttist óðum í Ice Cup og rennur skráningarfrestur út mánudagskvöldið 23.
 apríl. Mikilvægt er að krullufólk virði þann frest til þess að mögulegt verði að bæta við liðum til að fá hentugan fjölda og/eða finna leikmenn fyrir þau lið sem ekki ná að vera fullskipuð.

Skráning sendist á netfangið haring@simnet.is eða í síma 824 2778. Koma þarf fram hvað liðið heitir og hvaða leikmenn verða í liðinu. Ef lið vantar leikmenn er hægt að fá aðstoð í gegnum „leikmannamarkað“ mótsstjórnar – látið vita ef ykkur vantar leikmann og við reynum að hjálpa við að fullmanna lið. Einnig getur krullufólk sem hefur áhuga á að taka þátt en er ekki skráð í lið haft samband og skráð sig á leikmannamarkaðinn.

Mótið fer fram dagana 3.-5. maí, en það hefst síðdegis á fimmtudegi eins og undanfarin ár og lýkur um miðjan dag á laugardegi – og svo verður að venju skemmtilegt lokahóf á laugardagskvöldinu. Keppnisfyrirkomulagið verður auglýst síðar, enda verður það ekki ákveðið fyrr en ljóst er hve mörg lið taka þátt.

Þátttökugjaldið er 26.000 krónur á lið. Innifalið er opnunarhóf á miðvikudagskvöldi, mótið sjálft og aðgangur fyrir fjóra leikmenn á lokahóf mótsins á laugardagskvöldi. 

Þrjú lið koma frá Bandaríkjunum, eitt frá Seattle og tvö frá New Jersey. Annað liðið frá New Jersey er skipað aðeins þremur leikmönnum og hefur þeim verið boðið að fá heimamann í lið með sér. Áhugasamir geta „sótt um“ í gegnum Harald Ingólfsson (haring@simnet.is, 824 2778).

Fyrir mótið verður hér á vegum Krulludeildarinnar skoskur ísgerðarmaður, Mark Callan, og mun hann bæði aðstoða okkur við að undirbúa svellið og halda stutt námskeið í því hvernig undirbúa skal krullusvell. Nánar um námskeiðið síðar.

...

Bætt inn í fréttina - nú eru tólf lið búin að skrá sig til leiks:

Sweepless in Seattle
Tvö lið frá New Jersey (vantar nöfn)
Skytturnar
Víkingar 
Fífurnar
Garpar
Mánahlíðarhyskið 
Mammútar
Íslenski draumurinn
Svartagengið
Volcano Rocks