Söguleg stund í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19.00

Í kvöld kl: 19,00 er leikur í meistaraflokki kvenna. Það sem er merkilegt við þennan leik er að í fyrsta sinn eru bæði liðin frá Skautafélagi Akureyrar. SA-seniors og SA-juniors. SA hefur undanfarin ár lagt talsverða áherslu á kvennahokkí með þjálfarann Söruh Smiley í fararbroddi og það er nú að skila sér í því að hægt er að skipta í 2 lið sem verður vonandi til að skapa skemmtilegri keppni í kvennahokkíinu svona heilt yfir. Þess má að gamni geta að það eru rúmlega fjörutíu stelpur/konur sem æfa nú með einum eða öðrum hætti hokkí með SA. Fyrir þá sem ekki vita þá eru bara tvö félög af þremur sem halda út kvennaliðum þ.e. Björninn og SA en SR situr hjá í þessum efnum.