Fréttir

15.04.2025

Ungir íshokkíleikmenn SA kepptu á alþjóðlegu móti í Svíþjóð

Sextán ungir og efnilegir íshokkí leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt.
15.04.2025

Stelpurnar með sinn besta árangur frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann til bronsverlauna á HM í 2. deild A sem lauk í fyrradag í Bytom í Póllandi eftir að Spánn vann Pólland í lokaleik mótsins og urðu þá vonir um silfurverðlaun að engu. Spánn sigraði því mótið en eina tap liðsins var gegn Íslandi og Pólland fékk silfurverðlaun. Árangurinn er þrátt fyrir allt sá besti sem liðið hefur náð frá upphafi en 20 ár eru síðan Íslands sendi fyrst kvennalandslið til keppni. 
14.04.2025

SA Víkingar eru Íslandsmeistarar í meistaraflokki 2025

SA Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í þriðja leik í einvíginu við Skautafélag Reykjavíkur á fimmtudaginn. Úrslitakeppnin var heldur óvenjuleg að þessu sinni eða a.m.k. upphaf hennar vegna kærumála hvar Fjölnir og SR fengu úr því skorið fyrir dómstólum hvort liðið myndi mæta SA í úrslitum. Málaferlin töfðu úrslitakeppnina í eina viku en tímann nýttu okkar menn vel og æfðu í raun sleitulaust í tvær vikur fyrir átökin.
09.04.2025

Þriðji leikur úrslitakeppni karla annað kvöld

SA Víkingar taka á móti SR í þriðja leik úrslitakeppni karla í Skautahöllinni annað kvöld, fimmtudag kl. 19:30. SA Víkingar leiða einvígið 2-0 og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á morgun. Það er sjáfsagt að það er skyldumæting á leikinn fyrir alla SA-inga en við búumst við húsfylli svo við mælum með að fólk tryggi sér miða í forsölu á Stubb.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

Fylgdu okkur á Instagram @saishokki

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

SA fatnaður - smelltu á lesa meira til að skoða