Karfan er tóm.
Í gærkvöldi fór fram leikur í Íslandsmóti U16 hvar Jötnar og Víkingar mættust. Liðin skiptast að mestu eftir aldri og eru Víkingar á eldra ári í flokknum og því fyrirfram sigurstranglegri, enda lauk leiknum með sigri þeirra eldri 10 – 0. En það var frammistaða markvarðar Jötnanna sem stóð uppúr eftir leikinn, en Guðmundur Stefánsson spilaði allar 60 mínúturnar og fékk á sig hvorki meira né minna en 110 skot. Þá skal ekkert tekið frá markverði Víkinga, Esther Hlíf Þorvaldsdóttur, sem hélt hreinu sín megin og ekki hægt að gera betur en það – en að fá á sig 110 skot í einum leik er u.þ.b. skotálag þriggja leikja þjappað í einn leik. Meðfylgjandi er mynd af kappanum í leikslok með 91% markvörslu eftir skothríð kvöldsins.