Víkingar - Fálkar : LEIKURINN FER EKKI FRAM - AFLÝST

Skautahöllin á Akureyri, þriðjudaginn 18. september kl. 19.30, mfl. karla: Víkingar - Fálkar

Víkingar fengu SR-inga í heimsókn sl. laugardag og nú er komið að annarri viðureign við lið frá SR, nýja liðið þeirra, Fálka. 

Íslandsmótið í meistaraflokki í íshokkí karla er nú leikið með breyttu fyrirkomulagi, sex lið eru skráð til leiks, tvö frá hverju félagi, SA (Víkingar og Jötnar), Birninum (Björninn og Húnar) og SR (SR og Fálkar). Aldrei hafa jafnmörg lið tekið þátt í Íslandsmótinu og að auki er tekin upp sú nýjung að keppnin er að megninu til deildaskipt.

Nánar verður sagt frá þessu nýja keppnisfyrirkomulagi og reglum um notkun leikmanna á milli liða hér á heimasíðunni á næstu dögum.

Úr leik Víkinga og SR í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 15. desember 2012. 
Mynd: Elvar Freyr Pálsson