Karfan er tóm.
S.A. menn hafa verið að æfa af kappi síðustu daga og eru menn vægastsagt orðnir helköttaðir, massaðir í drasl og tanaðir í rusl. Enda ekki annað hægt þegar það er Björninn annarsvegar. Vitað er að Bjarnarmenn eru vængbrotnir þar sem "Finninn" er meiddur og ferskasti maðurinn í sókninni er farinn í frí frá hokki næstu mánuði. Bjarnarmenn eru þó ekki alveg af baki dottnir, enda hafa þeir innan liðsins íshokkímann ársins Sergei Zak, sem þeysist um völlinn einsog flunkuný kirby ryksuga og sýgur til sín alla pekki frá samherjum. Jájá. Sveinn "Denni" Björnsson er búinn að vera bakvið teikniborðið síðustu daga og er með allsvakaleg uppspil upp í erminni. Stuðningsmannaliðið Vinir Sagga hafa verið boðaðir til leiks en þeir hafa haldið uppi stemningunni í vetur. Semsagt von er á hörkuleikjum um helgina. Fyrri leikurinn verður á föstudagskvöldið kl 22:00 og seinni leikurinn á laugardaginn kl 18:00. Við hvetjum alla mæta og horfa á alvöru íþrótt fyrir íslendinga ;) ÁFRAM S.A.!!!!!!!!!!