Karfan er tóm.
Gleðilegt ár öll sömul og takk fyrir áhugann og stuðninginn á liðnu ári. Fjörið byrjar nú strax í 1. vikunni með tveimur meistaraflokks leikjum hér heima.
Sá fyrri verður þann 5. en þá koma Sr-ingar og spila við Jötnana á fimmtudegi kl.20,00.(leikurinn færðist aftur um hálftíma að beiðni SR) SR-ingar eru með fæst stig af A liðunum en hafa einnig spilað fæsta leikina. þeir eru með 19 stig eftir 8 leiki, hafa unnið 5 tapað 1 og unnið 2 í framlengingu, en það voru Jötnar og Björninn sem hirtu þar 1 stig hvort lið.
Á laugardaginn þann 7. kl.16,30 spila svo Húnar við Víkinga en staðan hjá Víkingum er 21 stig eftir 9 leiki, hafa unnið 7 en tapað 2, sínhvorum leiknum fyrir hinum A liðunum. þess má svo að gamni geta að Björninn er stigahæstur með 28 stig eftir 12 leiki, 9 vinninga 2 töp og 1 jafntefli.
Keppnin er gríðarlega jöfn og öll félögin eiga jafna möguleika á að ná inn í úrslitakeppnina sem hefst svo 7. mars ef að líkum lætur.
Eins og sést af framansögðu er hægt að lofa hörku leikjum og SA hvetur því alla sem ELSKA HOKKÍ að mæta nú og hvetja sitt lið. ÁFRAM SA ...........
Það eru svo fleiri hokkí viðburðir hér í Skautahöllinni í þessum mánuði þ.e.
3.fl. mót helgina 14. og 15.
Leikur í Mfl. kvenna 20. Ynjur - SR.
5., 6. og 7 flokks mót helgina 21. og 22.
Leikur á milli Ynja og Ásynja 24.
og svo Mfl. leikur þann 31. þar sem Víkingar taka á móti SR.