3. flokkur: Tveir leikir gegn Birninum

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (20.11.2012)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (20.11.2012)


Um liðna helgi fóru fram tveir leikir í 3. flokki á Íslandsmótinu í íshokkí. Björninn mætti til Akureyrar og spilaði tvívegis við SA.

Gestirnir unnu fyrri leikinn 3-6. Staðan var 2-2 eftir fyrsta leikhluta, Björninn bætti við tveimur mörkum í öðrum leikhluta og í síðasta leikhlutanum skoraði SA eitt mark, en Björninn bætti enn við tveimur mörkum.

Seinni leikurinn var jafnari og var staðan jöfn, 4-4, að loknum venjulegum leiktíma þannig að farið var í vítaskot. SA lenti ítrekað undir í leiknum en kom alltaf til baka og náði að jafna og svo aukastiginu í vítakeppninni, þar sem SA skoraði úr tveimur vítum en Björninn einu.

Markahæstur SA-manna í leikjunum tveimur var Hafþór Andri Sigrúnarson með fjögur mörk. Myndin er af Hafþóri í leik með Jötnum gegn Birninum nýlega í mfl. karla. Róbert Guðnason, Ólafur Sigurðsson og Alfreð Aðils Sigurðarson skoruðu eitt mark hver.

Það voru síðan þeir Andri Már Ólafsson og Ingimar Eydal sem skoruðu fyrir SA í vítakeppninni.