Karfan er tóm.
Það var margt um að vera hjá SA liðunum um helgina þar sem Bautamótið í 4. flokki fór fram á Akureyri en Ynjur og 2. flokkur ferðuðust til Reykjavíkur þar sem þau mættu Birninum í Egilshöll.
4. flokkur SA gerði gott bikarmót og sigruðu í þremur leikjum af fjórum en töpuðu þeim síðasta naumlega fyrir SR en urðu þó bikarmeistarar þar markahlutfall gerði gæfumuninn. Úrslit leikjanna í mótinu var sem hér segir:
Laugardagur:
SA-SR 3-0
SR-Björninn 5-0
SA-Björninn 18-1
Sunnudagur:
SA-Björninn 12-2
SA-SR 3-4
SR-Björninn 10-0
Stigahæstu leikmenn leikmenn SA (mörk/stoðsendingar):
Róbert Máni 7/4
Dagur Freyr 7/0
Unnar Hafberg 6/2
Heiðar Gauti 3/4
Andri Þór 4/0
Ynjur með stórsigur
Ynjur áttu ekki í basli með Björninn í Hertz deild kvenna í Egilshöllinni og unnu 8-1 sigur og endurheimtu þar með toppsætið í deildinni. Ynjur skoruðu 3 mörk í fyrstu lotunni og fóru með 3-0 forystu í aðra lotuna sem endaði 1-1. Ynjur skoruðu svo 4 mörk í þriðju lotunni en atkvæðamestar Ynja voru Sunna Björgvinsdóttir sem skoraði fjögur mörk í leiknum og Silvía Björgvinsdóttir sem var með tvö mörk og fjórar stoðsendingar. Ynjur hafa því 17 stig eftir 7 leiki spilaða en Ásynjur sem eiga leik til góða eru með 16 stig í öðru sæti.
Mörk og stoðsendingar Ynja:
Silvía Björgvinsdóttir 4/0
Silvía Björgvinsdóttir 2/4
Teresa Snorradóttir 1/0
Harpa Benediktsdóttir 1/0
Kolbrún Garðarsdóttir 0/1
Ragnhildur Kjartansdóttir 0/1
2. flokkur tapaði gegn Birninum
2. flokkur SA tapaði fyrir Birninum 8-1 í Egilshöllinni. Staðan var 2-0 Birninum í vil eftir 2. lotur en líkt of oft áður hrundi leikur SA í síðustu lotunni og því fór sem fór. Sigurður Þorsteinsson skoraði eina mark SA í leiknum en liðið hefur átt í miklu basli með að finna markmöskvana í vetur.