Karfan er tóm.
4.flokkur SA gerði frábæra ferð í Egilshöll um liðna helgi. Liðið samanstóð af níu 4.fl. strákum, þrem 5.fl. og 4.fl. markmanninum Einari Eyland sem átti að öðrum ólöstuðun snilldarleik á köflum, meðal annars varði hann tvö vítaskot.
Þeir spiluðu þar í fyrsta hluta af þremur í Íslandsmótinu og unnu þrjá leiki af fjórum. Fyrsti leikurinn var við SR kl.13.05 á laugardeginum og okkar menn unnu þar með 4 mörkum gegn 1. Strax að þeim leik loknum mættu þeir Bjarnarstrákunum óþreyttum og urðu að lúta í lægra haldi og töpuðu 2 - 1. Eftir rúmlega klukkutíma pásu spliluðu þeir sinn þriðja leik og nú aftur við Björninn, og unnu 2 - 0. Á sunnudagsmorguninn spiluðu þeir síðan seinni leikinn við SR kl.9,05 og sigruðu nokkuð örugglega 3 - 0. Mörk SA skoruðu Jóhann 3, Sigurður 3, Þórir 2,og svo varnarmennirnir Ingólfur 1 og Úlfur 1.